Þessi blesótta hryssa fæddist 13.júní. Fæðingin gekk hratt og vel meðan amman stóð vörð og passaði að hin hrossin færu ekki of nálægt. Það var gaman að fylgjast með þessu og margar skemmtilegar myndir náðust af þessum atburði.
|
Þetta er flott brúnblesótt hestfolald undan Kórónu og Tenór frá Túnsbergi. Hann verður líklega grár þegar fram líða stundir. Ræktandinn var eitthvað spældur að fá ekki hryssu en var bent á að betra er að fá hest en ekkert !
|
Nokkur folöld eru fædd eða alls 6 þegar þetta er skrifað en ekki hefur gefist tími til að mynda þau öll. Plata kastaði hestfolaldi undan Arði frá Brautarholti. Hrund, Salvör og Kóróna eru enn ókastaðar. Þessi mynd var tekin á dögunum af Plötu og Glöð með folöldunum sínum
|
Hrund verður haldið undir Huginn frá Haga og er það Christiane Thews sem verður eigandi og ræktandi. Enn er óákveðið hver fær það hlutverk að fylja Plötu og Salvöru en það er Malin nágrannakona okkar sem á hana með Ingvari og heldur henni núna. Kórónu á ekki að halda í sumar. Myndin er af Náttdröfn og Úða syni hennar.
|