6 hross í okkar eigu eru að fá góða tamningu á Lækjamóti. Búið er að röntgenmynda Kardinála sem er á 5.v. Það kom vel út og fór hann í þjálfun til Ísólfs. Hryssur í tamningu eru Stjörnunótt,Álfrún,Spurning,Djásn og Pia.Á myndinni er Pía að stíga sín fyrstu töltspor.Ættir má sjá með því að smella á "hryssur" hér til vinstri.
|
Hér eru bæði folöld og fullorðin hross sem teljast vera gestir í stóðinu. Það komu nokkur hross í hagagöngu til okkar í haust. M.a. þessi hestur sem er undan Ægi frá Móbergi. Vegna vetrarveðurs var farið að gefa útiganginum mánuði fyrr en í fyrra en veðrið síðasta vetur var reyndar einstaklega gott.
|