Frábært útreiðaveður dag eftir dag um miðjan febrúar.Manni er bara alveg sama þó engin sé reiðhöllin á bænum. Myndin er af Rökkva undan Náttdröfn og Gammi frá Steinnesi. Rökkvi er uppáhaldshestur hjá Árborgu um þessar mundir en það eru reyndar flest hrossin uppáhalds, hvert á sinn hátt. Gammur hefur gefið okkur góð hross og von er á alsystkini Rökkva í vor.
|
Myndavélin er hætt að virka og því verður bið á að teknar verði myndir af folöldunum. Í staðin kemur hér mynd sem við fengum af Prins með nýja eigandanum sínum í snjónum í Þýskalandi. Við fáum reglulega myndir og fréttir af Prins. Hann hefur staðið sig vel í nýju hlutverki svo það er virkilega gaman að fá þessi fréttabréf.
|
Það hefur viðrað til útreiða í febrúar og nýtum við okkur það.11 hross í okkar eigu eru á járnum en hluti þeirra er að heiman.Stjörnunótt er nú heima, fær nudd og dekur í von um að hún eigi léttara með að tölta.Hún er ólík systkinum sínum sem velja tölt! Útigangurinn fær sitt hey. Hér er verið að koma með rúllu til þeirra og gleðin leynir sér ekki.
|
Nokkur hross eru í hesthúsinu . Sóldögg og Rökkvi, frábær reiðhross bæði tvö. Kraftur og svo Auður, viljug og góð klárhryssa sem er búin að vera á sölu lengi. Stundum er maður hissa á hvað selst og hvað ekki en Auður nýtist okkur örugglega sem reiðhross og smalahross. Fremst á myndinni er Kóróna sem kemur inn í lok janúar en hér var verið að taka folaldið hennar inn.
|