Lítið hefur verið um útreiðar þessa fyrstu daga ársins af margvíslegum ástæðum. Þessi mynd sýnir hluta folaldanna í haust áður en veturinn hóf innreið sína. Fremsta folaldið er Nös. Hún er seld og mun flytja á nýjar slóðir á næstu dögum. Feiri folöld eru flutt eða eru að flytja. Einnig er Næmur að yfirgefa okkur en hann flýgur til Þýskalands um miðjan Janúar.
|
Þessi mynd er tekin í upphafi nýja ársins.Hún er af óskírði Kardináladóttur og sjá jarpi er Erpur. Hann er einn af 3 folöldum í okkar eigu. Hin eru hryssur undan Sök og Aþenu.Vonandi fer að vera meira svigrúm til útreiða en aðeins eru 5 hross komin á járn, þau Kardináli, Stjörnunótt, Álfrún, Kraftur og Spurning. Það er dálítið mikið minna en í fyrra.
|