Stundum fá hrossin að hlaupa nokkra kílómetra. Þau eru frelsinu fegin og mikið fjör sem fylgir því. Stjörnunótt fer fyrir hópnum en hún er alltaf til í að halda áfram. Árborg ætlar með hana á reiðnámskeið í mars og hlakkar mikið til. Inni eru líka Rökkvi, Kóróna, Sóldögg og Álfrún. Þegar myndin er tekin hópurinn á heimleið úr rekstri.
|
Alls eru 5 hross farin í tamningu og 4 eldri komin inn. Vel fer um hrossin í nýja hesthúsinu sem við tókum loks í notkun í desember. Á myndinni eru systurnar Dögun og Stjörnunótt. Stjörnunótt er nýkomin inn en Dögun, sú yngri, er farin af stað til Þýskalands. Aðeins eru 2 folöld sett á hjá okkur en þau eru enn úti með mæðrum sínum.
|
3 af þeim 5 sem fóru í áframhaldandi tamningu eru undan Dal frá Auðsholtshjáleigu. Sá er undan Orra og Huld og vonandi að þessi fínu gen skili okkur fínum hrossum. Þau eru alla vega myndarleg og það gekk vel með þau í frumtamningunni í haust. Spennandi að fylgjast með framhaldinu.
|
Fyrstu afkvæmi Kardinála eru komin í tamningu og gaman að heyra hvað vel hefur gengið með þau. Þæg og meðfærileg og sýna tölt og brokk. James Faulkner er búinn að taka að sér þjálfun á Kardinála og þessar myndir voru teknar þegar hann kom að kíkja á hestinn.
|