Á myndinni eru glófextar dætur Kardinála. Fæddar 2009 og 2010. Von er á nokkrum folöldum undan Kardinála í vor og eins fóru óvenjumargar hryssur að heiman undir stóðhesta. Spenningur eftir folöldum ársins því orðinn verulegur. Meira um það þegar folöldin eru fædd en folöld 2012 má sjá á PDF skjali hér til vinstri.
|
Dalvar á heimleið úr rekstri. Myndin tekin um miðjan mars. Veturinn verið góður til útreiða og ef vegurinn er of harður eftir frostakafla þá nýtast túnin. Hrossin verið að fara í tamningu og þjálfun og koma heim í hvíld eða léttari þjálfun inn á milli. Í augnablikinu erum við með 7 hross heima, þau Dís, Dalvar, Birnu Sóldögg, Stjörnunótt, Rökkva og Kórónu.
|
Álfrún fór í þjálfun og hefur aðeins komið fram í keppni. Þar sem við erum ekkert að keppa þá er gott að eiga góða að sem eru til í að koma fram með hrossin okkar. Hérna er Álfrún mætt á Ís-landsmót á Svínavatni. Knapi er Gréta á Efri-Fitjum.
|
Um miðjan febrúar komu Dís og Dalvar heim úr 2 mánaða tamningu.Bæði orðin vel reiðfær. Dís fékk góða umsögn, þæg, viljug, jákvæð og sýnir allan gang. Við auðvitað ánægð með þetta og ekki skemmir að hún er undan Plötu og Kardinála. Dís er fædd 2009 og á nú skilið smá hvíld frá námi. Myndin er af Dís og Ísólfi.
|