11. júní er enn beðið eftir síðasta folaldinu en Aþena er óköstuð og er fylið undan Álffinni frá Efri-Gegnishólum. Aþena fer svo undir Sjóð líkt og Álfrún systir hennar. Myndin er af Náttdröfn og merfolaldi undan Smára frá Skagaströnd.
|
Fyrsta folald ársins fæddist 6. maí og eins og oftast áður var það Elding sem reið á vaðið. Hún kastar oftast fyrst og er ekki að ganga of lengi með en Kardináli var settur í hólfið með hryssunum sínum þann 16. maí 2012. Myndin er hluti af myndaalbúmi sem er inn á facebook-síðunni okkar. Endilega kíkið á það.
|
Nokkar hryssur eru komnar með folöld sér við hlið og nú er farið að skoða hvaða hryssa fer undir hvaða hest á þessu ári. Myndin sýnir Sök með hestfolald sem fæddist fyrir skömmu. Faðirinn er Hvinur frá Blönduósi.
|
Nú styttist í sauðburð og þá er ekkert riðið út. Oft verið hugsað að það væri hægt að bregða sér á bak stuttan spöl en aldrei hefur verið tími eða orka í það. Myndin er af Kardinála sem hefur aðeins komið fram í keppni og sýningu í vetur en Kardináli er nú seldur og fer utan í haust.
|