Þetta er dóttir Plötu og Dyns frá Dísarstöðum. Auðvitað eru bundar vonir við að hún verði ekki síðri en Álfrún systir hennar sem er undan Álfasteini frá Selfossi. Álfrún og Aþena eru með staðfest fyl undan Sjóði en Þórir Ísólfson hélt Aþenu í sumar. Nú er bara beðið eftir sónarskoðun á Sök og Plötu sem er hjá Gandálfi frá Selfossi.
|
1. júlí fóru trippin á Víðidalstunguheiði. Þar verða þau fram að stóðrétt sem að þessu sinni verður 5. október. Myndin er af Konsert fæddum 2010 og Úða fæddum 2009. Úði og Konsert eru til sölu. Nánar um ættir með því að smella á "hryssur" hér til vinstri og fleiri myndir af trippunum á Facebook-síðunni okkar.
|
Aþena kom með gullfallega brúnskjótta fótaburðarhryssu. Hún fór svo í hólfið hjá Sjóði frá Kirkjubæ. Ferðalög með hryssur undir stóðhesta eru með minnsta móti þetta árið en lengsta ferðalagið var með Sök alla leið á Blönduós undir Hvin. Myndir af folöldum 2013 eru á PDF-skjali á forsíðunni. Vængur er til sölu.
|
8.júní var gæðingamót og úrtaka fyrir Fjórðungsmót á Vesturlandi hjá hestamannafélaginu okkar. Álfrún keppti í A flokki gæðinga og vann rétt til að mæta á Fjórðungsmót. Knapi var Ísólfur Líndal. Myndin er tekin í úrslitum en þá var Þórir Ísólfsson knapi. Álfrúnu verður haldið í sumar undir Sjóð frá Kirkjubæ sem verður í hólfi hér hjá okkur.
|