Trippin komin í heimahaga, greinilega lúin eftir réttina eins og mannfólkið. Heimtum öll trippin sem betur fer en 20 fóru á heiðina í sumar. 18 komu heim þar sem 2 skiptu um aðsetur og dvelja annars staðar í framtíðinni. Það eru veturgömul sem eru fremst á myndinni. Annað í okkar eigu en hitt selt til Þýskalands.
|
Þetta er Þýskalandsdeildin. Það liggur fyrir þessum að flytja úr landi á næstu árum. Það minnkar þá eitthvað litadýrðin í hópnum eins og sjá má á hinni myndinni. En það jafnar sig vonandi aftur. Tvö unghross í okkar eigu eru að verða grá og svo hlýtur Aþena að koma með skjótt afkvæmi næsta vor..
|
Í Stóðréttinni er kvenfélagið Freyja í Víðidal með happdrætti þar sem aðalvinningurinn er folald. Þetta árið var folaldið frá okkur og það er hann Kanslari sem er hér á mynd með móður sinni. Óskum við vinningshafanum til hamingju og vonum að Kanslari eigi eftir að reynast vel.
|
Nú eru göngur og fjárréttir að baki og heldur betur farið að styttast í stóðréttir í Víðidal. Enda er orðið haustlegt. Hrossin orðin feit og flott eins og vera ber á þessum árstíma. Stóðréttir og allt sem þeim fylgir eru alltaf spennandi. Nú hefst stóðréttarhelgin á fimmtudegi með sölusýningu, svo er smölunin á föstudegi og sjálf réttin laugardaginn 2. okt.
|