Prins er á leiðinni til Þýskalands. Það þýðir að hann er kominn í einangrun samkvæmt ordrum að sunnan....eða voru það ordrur að norðan?? Hann er alla vega komin í sér hólf þar sem hann þarf að dvelja í 30 daga áður en hann kemst af stað til nýrra eigenda. Pia systir hans er með honum til að hann sé ekki einn þennan tíma.
|
Spurning og Djásn eru komnar heim frá Lækjamóti úr frumtamningunni. Planið er að þær fari aftur í áframhaldandi nám í vetur. Þessi mynd var tekin í sumar af Spurningu. Nóg er af ungum hryssum á bænum sem stefnt er á að fái tamningu hjá þeim á Lækjamóti í vetur. T.d. bindum við vonir við að Álfrún Álfasteinsdóttir komi heim af heiðinni tilbúin í frekari tamningu.
|
Marie er farin heim til Þýskalands. Hér eru þau Kaðall í fyrirsætustörfum en hún var mjög dugleg að þjálfa Kaðal í gerðinu í alls kyns æfingum. Reyndar var hún mjög dugleg að þjálfa hin hrossin líka og vorum við heppin að fá hana til okkar . Takk fyrir hjálpina með hrossin Marie ! Á sölusíðunni er mynd af Marie á uppáhalds hrossinu sínu, henni Auði !
|
Djásn og Spurning eru að fara á 4.vetur. Þær fengu ekki fararleyfi á heiðina í sumar. Báðar eru stórar og þroskaðar svo ákveðið var að temja þær í haust. Nú hlýtur haustið að vera komið því þær eru farnar í tamningu að Lækjamóti. Þær eru undan 1v. hestum, Djásn undan Kramsa frá Blesastöðum 1a og Spurning undan Gammi frá Steinnesi.
|