13. júlí var tímabært að reka trippin á heiðina.Myndin er af hluta hópsins sem fór í þeim rekstri. Innskotsmyndin er af Skímu, Dalvari og Myrkva. Þau eru til sölu og má sjá nánar um ættir ef smellt er á hryssur hér til vinstri. Reiðhrossin hafa verið lánuð í nokkrar ferðir í sumar. Núna eru Auður,Sóldögg,Pía,Kaðall,Kraftur og Kórall í hestaferð og eru að standa sig vel.
|
Við sjálf höfum hins vegar ferðast öðruvísi en á hestum í sumar. Auðvitað var farið á landsmót og svo fór Árborg í nokkura daga gönguferð. Það var minna um ferðir með hryssur undir stóðhesta en oft áður. Flestar enduðu hjá Kardinála en folöldin undan honum hafa selst betur en önnur hjá okkur. Folaldið á myndinni seldist á dögunum og óskum við nýjum eiganda til hamingju.
|
Eins og fram hefur komið var Álfrún ekki alveg að standa undir væntingum í kynbótadómi. Var því ákveðið að kíkja á hryssuna hjá Ísólfi til að skoða með framhaldið. Myndirnar voru teknar við það tækifæri en þá var hún til í að sýna sig. Niðurstaðan var að hún á að geta hækkað dóminn og því er stefnan tekin á síðsumarsýningu.
|
Kardináli var sýndur í kynbótdómi 9.júní. Aðaleink.7.88. Fasmikill og eftirtektarverður hestur. Myndin er af ræktanda og eiganda að prófa Kardinála eftir heimkomuna. Kardináli er efni í frábæran keppnishest og er til sölu !! PDF skjal með myndum af honum er á forsíðunni. Öll folöldin eru fædd og er PDF skjal á forsíðunni með myndum af þeim. Smá tíma tekur að opna skjalið!
|