Allt að gerast. Norðanáttin kom 3.maí og þar með vorið. Fyrstu lambærnar komnar út og sauðburður að hefjast fyrir alvöru. Komnir dropar á spena hjá Náttdröfn svo það er orðið mjög stutt í fyrsta folald ársins. Myndin er af Kardinála og Ísólfi. Fleiri myndir og video má sjá á forsíðunni ef smellt er á "Kardináli frá Síðu." Þessi frábæri hestur er til sölu !!
|
Það reyndist of snemmt að fagna vorinu í byrjun apríl. Þessi gamla mynd með grænum grösum minnir á að svona getur þetta orðið! 13.apríl leigðum við tíma í reiðhöll Þyts til að hvíla okkur á rokinu og kuldanum. Fórum með Kórónu og Rökkva í einkatíma hjá Ísólfi og Stjörnunótt fékk að fljóta með. Gott kvöld, bæði fyrir okkur og hrossin.
|
Við höfum séð nokkar reiðhallasýningar undanfarið sem er alltaf skemmtilegt. Kardináli kom fram á reiðhallarsýningu hestamannafélagsins Þyts um daginn ásamt Ísólfi knapa. Þeir voru glæsilegir og enduðu sýninguna á flottu skeiði. Myndin er hins vegar af Steina frostmerkingarmeistara að störfum en hér eru folöldin frostmerkt VII
|
Apríl hefur verið ágætur sem af er og því mikið riðið út. Spurning og Djásn eru komnar heim frá Lækjamóti en Anna-Lena tamningakona tók tamningaprófið sitt um mánaðarmótin. Eigum við því 2 vel tamdar 4.v. hryssur í hesthúsinu núna. Báðar efnilegar og undan 1.v. hestum. Þær eru til sölu. Á myndinni eru Anna-Lena og Spurning Gammsdóttir.
|