Við höfum verið að fá gesti frá Þýskalandi og svo komu óvænt gestir frá Austurríki. Maren kom í byrjun Júlí og er hér að kíkja á hann Ófeig sinn sem hún keypti í fyrra sem folald. Ófeigur er undan Kardinála. Með þeim er Gleði dóttir Aþenu og Kappa frá Kommu, líka veturgömul.
|
13/6 voru öll folöld fædd. Fljótlega koma myndir af þeim öllum á forsíðuna. 4 hryssur eru geldar sem eru auðvitað 4 of mikið. Á hverju vori heldur maður að nógur tími verði til útreiða um leið og sauðburði er lokið en kemst svo að því hvað vorverkin eru tímafrek. Það er því stundum gripið til þess ráðs að reka hrossin til öll fái sína hreyfingu.
|
Þessa mynd tók Kolla Gr. af Frama frá Víðidalstungu II eftir sigur á LM 2008. Núna unnu Álfrún og Ísólfur sér rétt til að keppa í A flokki á Landsmóti fyrir Hestamannafélagið Þyt. Gaman að því þó ekki séu vonir um neina stóra sigra hjá henni enda bara 6 vetra gömul.
|
Í byrjun Júní byrjuðum að ríða út aftur eftir hlé vegna sauðburðar. Flest folöldin eru fædd og mun koma PDF skjal með myndum þegar þau eru öll fædd. Myndir af folöldum frá 2011 eru á slíku skjali sem má sjá hér til vinstri. M.a. eru nokkrar myndir af Aþenu eignast sitt fyrsta afkvæmi. Eitt af þeim sem fæddist 2011 er til sölu, Erpur. Faðir er Álfssonurinn Kapall frá Kommu.
|