Ísólfur og Álfrún hafa aðeins tekið þátt í keppnum í vor og gengið vel. Vigdís sendi okkur nokkrar myndir af þeim í keppni í Borgarnesi í vor þar sem þau urðu í 1. sæti í fimmgangi. Nokkur hross fóru annað í þjálfun í maí og komu heim í fínu formi. Ekki slæmt þar sem nokkur eru að koma á járn sem voru úti í vetur og eru í þyngri kantinum.
|
Nokkrar myndir af Stjörnunótt teknar í byrjun maí. Viljug og skemmtileg hryssa, létt í snúningum og hefur haft gaman af að reka fiðurfénað úr nýræktinni svo líklega verður hún snúningalipur þegar kemur að því að smala kindum í haust.
|
Nú í apríllok fara hrossin að víkja fyrir kindunum.Tími til útreiða er að verða ansi lítill en ef það er lagt á nýtist útreiðatúrinn í að reka fiðurfénað úr nýræktinni.Myrkvi fór að heiman í mánuð og kom aftur vel reiðfær.Myndin sýnir hann á fínu brokki og sýnir líka Kardinála í nýju stíunni sinni en búið er að taka 2 af 6 í notkun.
|
Afkæmi Plötu koma vel út. Nokkur eru seld en á myndinni eru þau sem eru í okkar eigu. Aþena átti sitt fyrsta afkæmi 2011,myndina tók Vigdís. Álfrún er í þjálfun hjá Ísólfi, myndin er af síðu hestamannafélagsins Þyts tekin í mars í fyrstu keppni Álfrúnar. Ótamin eru Dalvar, Dís, Askur og Erpur.
|